..even better then the real thing..

Njebbar út Snæbbs í Höllina (upphitun1)

Posted by monsi á febrúar 2, 2008

Sá stórskemmtilegi atburður átti sér stað suður með sjó að Snæfell valtaði yfir Njarðvík 77-94 og tóku þá á gríðalega sterkum heimavelli þeirra. Njarðvíkingar voru líklega komnir fyrirfram í höllina af lesningu minni á bloggsíðum og kommentum í íslenskum netheimum allavega. Þeir sáu einfaldlega aldrei til sólar og átti ég engann veginn von á svo sterku liði í þessum litla gír. Ég var búinn að sjá fyrir mér hörkuleik og jafnræði til enda og í mínum svörtustu draumum voru Snæfellingar gjörsigraðir en annað kom á daginn og hafði ég góða tilfinningu þegar ég sá að þessi lið höfðu dregist saman og Snæfell færi á útivöll. Sú einfalda staðreynd og ósk að smá millistopp í Njarðvík á leiðinni í Höllina yrði bara þannig að ef við þyrftum að taka þá þar en ekki heima þá bara „game on“ og sú varð raunin og ekki erfið raun sú.
Image

Hlynur er að koma með þvílíka endurkomu eftir áramót og spilar ótrúlegann bolta, dregur sína menn áfram, rífur fráköstin, vítin niður og þristar liggja hægri vinstri. Ekki það að hann spilaði illa fyrir áramót en kannski bara smitaður af liðsheildinni sem var að spila illa en er að koma þokkalega til baka. Magni er bara magnaður varnarmaður og er að koma vel inn sóknarlega síðustu tvo leiki, Siggi , Justin spila eins og englar, Nonni að sveifla sér vel til baka eftir erfið axlarmeiðsli. Árni Ásgeirs er að koma vel upp varnarlega og er styrkur í stráknum og Subasic (Braca) er að detta í alveg hreint skemmtilegann baráttugír síðustu leiki með stolnum boltu og hraðaupphlaupum. Katholm er snögghittinn á köflum og stríðir mótherjanum með hörkuvarnarleik.

Monsi „mætir brjálaður í höllina“

Færðu inn athugasemd